Posted on Færðu inn athugasemd

Um okkur

Systrabönd – Handlitun samanstendur af tveimur systrum sem lita garn með náttúrulegum litum annars vegar og sýrulitum hins vegar.

Við elskum allt sem við kemur prjónaskap og fallegu garni. Önnur okkar hefur sérstakan áhuga á umhverfismálum og efnafræði á meðan hin er glysdrottning inn við beinið og elskar villta liti, sem fást helst hratt og örugglega.

Þeir sem þekkja okkur eiga sennilega auðvelt með að sjá hvor okkar litar hvaða hespur, þó svo sumar gætu blekkt ykkur.

Við vonum að þið njótið síðunnar og garnsins og hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur t.d. á Facebook ef þið hafið einhverjar spurningar.

Kveðja,

Systurnar <3