Garn – Upplýsingar

Almennar upplýsingar:

Allt okkar garn er handlitað. Sumt er litað með náttúrulitum, þá er það tilgreint í nafninu, annað er litað með sýrulitum (acid dyes).

Við viljum vekja athygli á að þó svo liturinn sé vel festur og garnið þvegið og þurrkað áður en það fer í sölu, þá getur alltaf komið fyrir að einhver litur leki úr garninu eftir á, að það “blæði” úr því. Þetta á við um allt garn, sama hvernig það er litað, og þá sérstaklega um sterka liti, eins og rauðan, bláan og fjólubláan.

Engar tvær handlitaðar hespur eru nákvæmlega eins, jafnvel þó þær séu litaðar í sömu lotu þá getur alltaf verið blæbrigða munur. Því mælum við með því fyrir stærri verkefni sem taka fleiri en eina hespu í sama lit, að prjóna/hekla úr tveimur hespum á sama tíma (t.d. 2 umf. úr einni og svo 2 umf. úr hinni). Þannig næst sem jafnastur litur.

Athugið einnig að við gerum okkar besta til að ná bestu mögulegu mynd af hverjum lit. Athugið þó að litir og lýsing getur verið mismunandi milli tölvu/síma skjáa og því getur verið að þinn tölvuskjár sýni annan blæ en myndin okkar.

 

Þvottaleiðbeiningar:

Superwash garn frá okkur má þvo í vél við 30°C á ullarstillingu. Við tilgreinum ávallt í titli garntegundar hvort um superwash garn sé að ræða. Standi ekki superwash í titlinum, þá þolir garnið ekki þvottavél.

Garn sem er ekki superwash (t.d. Vistvæna 100% merino ullin) skal þvo í höndunum og leggja til þerris.

Athugið að við mælum frekar með handþvotti fyrir allt okkar garn, einfaldlega til að liturinn og áferðin á garninu haldi sér sem best, sem lengst.

 

Ef einhverjar spurningar vakna, má endilega senda okkur tölvupóst eða skilaboð á facebook.com/systrabondhandlitun og við svörum eins fljótt og auðið er.