Lísa – Sjal

500 kr.

Category:

Description

Lísa er þríhyrningslaga sjal, prjónað ofanfrá og niður. Tvær aðferðir eru gefnar til að fella af og gefur önnur skemmtilegt kögur, hin smekklegan snúrukant.

Sjalið er prjónað með fingering grófleika (ca 400m á 100g) af garni, en bandið er haft tvöfalt mest allt sjalið. Það er því fljótlegt og þægilegt að prjóna.

ATH :

Þegar uppskrift er keypt er hún send á pdf skjali í það e-mail sem gefið er upp í pöntuninni. Við afgreiðum pantanir yfirleitt á morgnana, svo það er velkomið að hafa samband á facebook sértu að versla að kvöldi og óþolinmóð/ur að fá uppskriftina 🙂