Verk úr garninu

Hér birtum við myndir af verkum sem hafa verið prjónuð/hekluð með garninu okkar.

Sjalið Lísa e. Fanney.

Prjónað úr merino singles garninu okkar,

1 hespu af hverjum lit.

Sokkar í nr 37. Prjónaðir af ömmu okkar úr einni hespu af vistvænni 100% merino ull, litaðri með litmöðrurót – náttúrulit.
Peysa og húfa. Prjónað úr 100% vistvænni meríno (fingering). Liturinn er litmöðrurót og settið prjónaði Anna vinkona okkar.
Sokkar sem Inga prjónaði úr DK 75% Ull, 25% nylon. Litað með avokado og grænum sýrulit. Fór 1 hespa í þá (var smá afgangur):)
Pure Joy (Joji Locatelli) sjal sem Fanney prjónaði handa Ingu. Gula garnið er vistvæna merino ullin okkar lituð með turmerik. Marglita er frá snillingunum hjá Tanis Fiber Arts Canada.
Dísu Latte sjal sem Fanney prjónaði úr DK 75% ull, 25% Nylon, nema bleiki liturinn er vistvæna merino ullin (fingering).
Brúnu litirnir eru kaffi, sá blái indigo og sá bleiki cochineal, svo allt eru þetta náttúrulitir.
Sjalið er reyndar ennþá blautt þegar myndin er tekin, kannski uppfærum við hana síðar.