Skilmálar

Söluaðili á bakvið Systrabönd – Handlitun er Garnflækja sf. 560719-0510 (ábygðaraðili : Fanney Kristín Vésteinsdóttir kt. 090687-3879). Athugði að fyrirtækið Garnflækja sf. er með heimilisfang í Ólafsfirði. Systrabönd – Handlitun er merki undir fyrirtækinu og er með starfsstöð á Siglufirði, en sala fer eingöngu fram í gegnum vefverslun.

  • Nafn fyrirtækis : Garnflækja sf.
  • Heimilisfang : Ægisgata 10, 625 Ólafsfjörður
  • Sími : 847-9828
  • Tölvupóstur : systrabond@systrabond.is
  • VSK númer : 135187

Greiðslur: Greiðslur fara fram í gegnum greiðslusíðu Borgunar. Hægt er að greiða með VISA debit, VISA kredit, Mastercard debit, Mastercard kredit og American Express.

Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni. Öll verð eru í ISK (íslenskum krónum).

Sendingakostnaður: Sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram, eftir að slegið er inn heimilisfang kaupanda. Við sendum allar vörur með Íslandspósti. Athugið að við bjóðum frían heimakstur í Fjallabyggð, sem kemur sjálfkrafa inn velji viðskiptavinur heimilisfang innan Fjallabyggðar við kaup. Athugið að frír heimakstur kemur inn eftir að hakað hefur verið úr reitnum “ship to a different address”, eða ef að heimilisfangið þar er skráð innan Fjallabyggðar.

Að skipta og/eða skila vöru: Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi/greiðslukvittun sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneigninarnótan er í formi afsláttarkóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd nema um gallaða vöru sé að ræða.

Gölluð vara: Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn og greiða Systrabönd – Handlitun allan sendingakostnað sem um ræðir, eða bjóðum endurgreiðslu sé þess krafist. Athugið að engar 2 hespur eru eins, svo að blæbrigðamunur telst ekki sem vörugalli og bendum við á leiðbeiningar okkar undir “garn – upplýsingar” flipanum. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Afhending: Allar pantanir á garni eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Allar vörur á síðunni eru til á lager en Systrabönd – Handlitun tekur einnig við sérpöntunum í e-mail, síma eða á facebook. Í þeim tilfellum er afgreiðslutími að jafnaði 2-4 virkir dagar. Sjái framleiðandi sér af einhverjum ástæðum ekki hæft að afhenda vöruna á tilskyldum tíma mun hann hafa samband og tilkynna um mögulegan afhendingatíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreifðum af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Systrabönd – Handlitun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru við flutning. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Systraböndum – Handlitun til viðskiptavinar er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Systrabönd – Handlitun áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og/eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Persónuvernd : Farið er með allar upplýsingar sem slegnar eru inn við kaup á vöru sem trúnaðarupplýsingar. Þær eru einungis notaðar til að klára viðskiptafærslu. Upplýsingarnar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Kortaupplýsingar eru aðeins stymplaðar inn á örugga greiðslusíðu hjá Borgun og fara í gegnum örugga greiðslugátt.

Hægt er að óska eftir að persónuupplýsingum sé eitt eftir pöntun. Til þess þarf að senda tölvupóst þess efnis á systrabond@systrabond.is

Athugið að ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Garnflækja sf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.